„Heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:01 Rúnar Sigtryggsson og Bjarni Fritzson voru léttir í bragði í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Stöð 2 Sport Ásbjörn Friðriksson lagðist á koddann á miðvikudagskvöld sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í handbolta hér á landi en það snarbreyttist í hádeginu daginn eftir. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira