Úkraínumenn snúa vörn í sókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 06:31 Götur Odesa eru stráðar hindrunum gegn skriðdrekum, ef Rússar skyldu ná inn í borgina. AP/Petros Giannakouris Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira