Árásarmaðurinn í Malmö vildi verða kennari Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 21:43 Blómvendir hafa verið lagðir utan við hlið Malmö Latin skólans þar sem 18 ára árásarmaður myrti tvo kennara skólans á mánudaginn. Vísir/AP Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað. Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað. Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44