Andrew Holness forsætisráðherra Jamaica tilkynnti óvænt í gær að landið ætlaði að yfirgefa samveldið og verða að fullu sjálfstætt. Það yrði annað samveldisríkið til að gera það á valdatíma Elísabetar drottningar en Barbados gerði það í nóvember.
Í móttöku hjá ríkisstjóra Jamaica í gærkvöldi sagði Vilhjálmur að þrælahaldið verði smánarblettur á sögu Bretlands alla tíð.
„Ég vil biðjast afsökunar frá dýpstu hjartarótum. Þrælahald er viðurstyggilegt og hefði aldrei átt að eiga sér stað. Þótt sársaukinn risti djúpt mun Jamaíka halda ótrauð áfram að móta framtíð sína af staðfestu, hugrekki og þolgæði.“ Sagði Vilhjálmur.