Þingmenn þurfa að fara út í sjoppu ef Monster selst illa Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 23:31 Ný klukka, betri stólar, textavél og orkudrykkir. Nýir alþingismenn mættu svo sem alveg viðra óskir um bættan aðbúnað beint við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra, segir hún, en fagnar þó opinberri umræðu um starfsumhverfi þingmanna. Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna. Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna.
Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07
Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52