Jón Dagur hrekur orðróminn og reiknar með að yfirgefa Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 15:01 Jón Dagur Þorsteinsson gegnir sífellt stærra hlutverki í landsliðinu og gæti spilað sinn 17. A-landsleik á laugardaginn gegn Finnlandi. Getty/Alex Nicodim „Eins og staðan er í dag held ég að ég eigi um það bil tíu leiki eftir fyrir AGF og svo muni ég fara eitthvert annað,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem er á förum frá Danmörku í sumar og gæti mögulega verið á leið til Englands. „Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
„Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00
Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00
Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30
Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30