Vilja taka hjartað úr Maradona með á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 07:30 Diego Maradona verður áfram dýrkaður um ókomna tíð. Getty/Rafael WOLLMANN Diego Maradona er sannkallaður guð í augum margra Argentínumanna og þó að hann sé fallinn frá vilja sumir þeirra að hluti af honum fylgi argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok árs. Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“ Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira