EM-umsókn Rússa veldur hneykslan: Svívirðilegt og alveg óskiljanlegt Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:29 Rússar, sem héldu HM 2018, hafa sóst eftir því að halda EM 2028 eða 2032. Getty/Wolfgang Rattay Rússneska knattspyrnusambandið skilaði afar óvænt inn umsókn á síðustu stundu um að fá að halda Evrópumót karla í fótbolta árið 2028 eða 2032. Forsætisráðherra Bretlands segist ekki trúa því að Rússar komi til greina sem gestgjafar og ensku götublöðin segja ákvörðun Rússa svívirðilega. Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“ Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira