„Ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2022 10:31 Eyrún hefur glím við sjúkdóminn frá unglingsaldri. Eyrún Telma Jónsdóttir er nýbúin í aðgerð þar sem legið, eggjaleiðarar og leghálsinn var fjarlægður vegna endómetríósu sem Eyrún hefur glímt við frá því að hún var unglingur. Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér. Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér.
Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira