Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 23:15 Sólveig Birta Hannesdóttir er tólf ára. vísir Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni. Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“ Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“
Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira