Sara með rúmar tvær og hálfa milljón króna í mánaðarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er launahæst íslenskra fótboltakvenna. getty/Giorgio Perottino Aðeins fimmtán leikmenn í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru með hærri laun en Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og fyrirliði íslenska landsliðsins. Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun.
Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn