Stálu HM-gullverðlaunum hans Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 11:01 Paul Pogba fagnar heimsmeistaratitlinum í Moskvu með HM-bikarinn í hendinni og HM-gullverðlaunin um hálsinn. EPA-EFE/PETER POWELL Innbrotsþjófarnir sem komust inn á heimili franska knattspyrnumannsins Paul Pogba á dögunum höfðu með sér verðmæti. Innbrotið var framið á meðan Paul Pogba var að spila í Meistaradeildinni á Old Trafford og eiginkona var í stúkunni. Börnin voru hins vegar heima. Pogba ræddi innbrotið í blaðaviðtali og einnig um að hafa orðið þunglyndur eftir að hafa lent í Jose Mourinho á Old Trafford. Paul Pogba: Burglars stole World Cup winner's medal, Man Utd & France midfielder says https://t.co/fspBGyf6qE— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2022 Brotist var inn til Pogba 15. mars síðastliðinn en Manchester United var þá að spila örlagaríkan leik á móti Atletico Madrid þar sem United endaði á að detta úr leik í Meistaradeildinni. Meðal þess sem stolið var voru gullverðlaun Poga frá því á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. „Þeir tóku skartgripi frá móður minni og HM-gullverðlaunin mín,“ sagði Paul Pogba í viðtali við franska blaðið Le Figaro. „Það sem hræddi mig mest var að bæði börnin mín voru heima með barnfóstru sinni. Hún heyrði allt, hringdi í konuna mína og öryggisverði en læsti sig síðan inn í herbergi með strákunum,“ sagði Pogba. „Hún var í áfalli í marga daga. Aðalatriðið var að það var í lagi með börnin mín,“ sagði Pogba. Pogba talaði líka um andlegt ástand sitt í viðtalinu en hann er nú staddur með franska landsliðinu sem er að fara spila vináttuleiki á móti Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku. „Ég hef glímt við þunglyndi á mínum ferli en við tölum bara ekki um slíkt,“ sagði Pogba. Paul Pogba shares he's dealt with depression in his career pic.twitter.com/2lpoJvLiyh— B/R Football (@brfootball) March 22, 2022 „Stundum veistu ekki hver þú ert, stundum viltu bara einangra þig og vera einn. Það eru skýr dæmi um þunglyndi,“ sagði Pogba. „Þetta byrjaði hjá mér persónulega þegar Jose Mourinho var hjá Manchester United. Þú ferð að spyrja sjálfan þig spurninga og ferð að velta því fyrir þér hvort að þetta sé bara þér að kenna. Það er vegna þess að þú hefur aldrei upplifað slíkt áður á ævi þinni,“ sagði Pogba. „Við fáum há laun og kvörtum vanalega ekki en það kemur samt ekki í veg fyrir það að við förum í gegnum erfiða tíma eins og allir aðrir í sínu lífi,“ sagði Pogba. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Innbrotið var framið á meðan Paul Pogba var að spila í Meistaradeildinni á Old Trafford og eiginkona var í stúkunni. Börnin voru hins vegar heima. Pogba ræddi innbrotið í blaðaviðtali og einnig um að hafa orðið þunglyndur eftir að hafa lent í Jose Mourinho á Old Trafford. Paul Pogba: Burglars stole World Cup winner's medal, Man Utd & France midfielder says https://t.co/fspBGyf6qE— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2022 Brotist var inn til Pogba 15. mars síðastliðinn en Manchester United var þá að spila örlagaríkan leik á móti Atletico Madrid þar sem United endaði á að detta úr leik í Meistaradeildinni. Meðal þess sem stolið var voru gullverðlaun Poga frá því á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. „Þeir tóku skartgripi frá móður minni og HM-gullverðlaunin mín,“ sagði Paul Pogba í viðtali við franska blaðið Le Figaro. „Það sem hræddi mig mest var að bæði börnin mín voru heima með barnfóstru sinni. Hún heyrði allt, hringdi í konuna mína og öryggisverði en læsti sig síðan inn í herbergi með strákunum,“ sagði Pogba. „Hún var í áfalli í marga daga. Aðalatriðið var að það var í lagi með börnin mín,“ sagði Pogba. Pogba talaði líka um andlegt ástand sitt í viðtalinu en hann er nú staddur með franska landsliðinu sem er að fara spila vináttuleiki á móti Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku. „Ég hef glímt við þunglyndi á mínum ferli en við tölum bara ekki um slíkt,“ sagði Pogba. Paul Pogba shares he's dealt with depression in his career pic.twitter.com/2lpoJvLiyh— B/R Football (@brfootball) March 22, 2022 „Stundum veistu ekki hver þú ert, stundum viltu bara einangra þig og vera einn. Það eru skýr dæmi um þunglyndi,“ sagði Pogba. „Þetta byrjaði hjá mér persónulega þegar Jose Mourinho var hjá Manchester United. Þú ferð að spyrja sjálfan þig spurninga og ferð að velta því fyrir þér hvort að þetta sé bara þér að kenna. Það er vegna þess að þú hefur aldrei upplifað slíkt áður á ævi þinni,“ sagði Pogba. „Við fáum há laun og kvörtum vanalega ekki en það kemur samt ekki í veg fyrir það að við förum í gegnum erfiða tíma eins og allir aðrir í sínu lífi,“ sagði Pogba.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira