Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja færa undanúrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 07:02 Undanúrslit FA-bikarsins eiga að fara fram á Wembley. Blom UK via Getty Images Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja að undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verði færður af Wembley. Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira