„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 10:01 Lovísa Thompson skorar eitt af fimmtán mörkum sínum í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. „Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
„Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira