Vaktin: Von á hertum refsiaðgerðum síðar í vikunni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. mars 2022 14:00 Evrópusambandið og NATO koma til með að funda í vikunni um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu en von er á hertum refsiaðgerðum gegn Rússum. Mótmælendur söfnuðust saman í Brussel í dag og viðhöfðu mínútu þögn fyrir þau sem hafa fallið frá því að innrásin hófst. AP/Geert Vanden Wijngaert Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira