Systkini bikarmeistarar og valin best með tveggja klukkutíma millibili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 14:30 Kolbrún María Ármannsdóttir og Ásmundur Múli Ármannsson með verðlaun sín sem mikilvægustu leikmenn úrslitaleikjanna. KKÍ/Bára Dröfn Stjarnan var lið helgarinnar í bikarkeppnum körfuboltans því alls unnu flokkar félagsins fimm bikarmeistaratitla af þeim níu sem voru í boði. Stjarnan varð ekki aðeins bikarmeistari í meistaraflokki karla heldur einnig í 9. flokki karla, 9. flokki kvenna, 10. flokki karla og 10. flokki kvenna. Þrír af þessum bikartitlum unnust á laugardaginn þar voru sterk fjölskyldutengsl í gangi. Systkinin Kolbrún María Ármannsdóttir og Ásmundur Múli Ármannsson unnu þá með sínum flokkum og faðir þeirra Ármann Múli Karlsson var liðstjóri karlaliðsins sem vann einnig bikarinn þennan sama dag. Það má heldur ekki gleyma að móðir þeirra, Stefanía Helga Ásmundsdóttir, varð Íslandsmeistari með Grindavík árið 1997, en varð síðan að leggja skóna snemma á hilluna. Það var ekki nóg með að hin fjórtán ára gamla Kolbrún María og hinn fimmtán ára gamli Ásmundur Múli hafi orðið bikarmeistarar með tveggja klukkutíma millibili því þau voru líka bæði kosin best í úrslitaleikjum sínum. Kolbrún María var með 18 stig, 15 fráköst, 4 varin skot og 4 stoðsendingar á 29 mínútum þegar 9. flokkur Stjörnunnar vann 60-37 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleiknum. Ásmundur Múli var með 24 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 25 mínútum þegar 10. flokkur Stjörnunnar vann 59-55 sigur á KR í bikarúrslitaleiknum. Kolbrún María varð síðan einnig bikarmeistari með 10. flokki kvenna daginn eftir og hafði auk þess fengið silfur í bikarkeppni stúlknaflokks á föstudagskvöldinu. Bikarmeistarar helgarinnar hjá KKÍ Meistaraflokkur karla: Stjarnan Meistaraflokkur kvenna: Haukar Unglingaflokkur karla: KR Drengjaflokkur: Fjölnir Stúlknaflokkur: Fjölnir 10. flokkur karla: Stjarnan 10. flokkur kvenna: Stjarnan 9. flokkur karla: Stjarnan 9. flokkur kvenna: Stjarnan Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Stjarnan varð ekki aðeins bikarmeistari í meistaraflokki karla heldur einnig í 9. flokki karla, 9. flokki kvenna, 10. flokki karla og 10. flokki kvenna. Þrír af þessum bikartitlum unnust á laugardaginn þar voru sterk fjölskyldutengsl í gangi. Systkinin Kolbrún María Ármannsdóttir og Ásmundur Múli Ármannsson unnu þá með sínum flokkum og faðir þeirra Ármann Múli Karlsson var liðstjóri karlaliðsins sem vann einnig bikarinn þennan sama dag. Það má heldur ekki gleyma að móðir þeirra, Stefanía Helga Ásmundsdóttir, varð Íslandsmeistari með Grindavík árið 1997, en varð síðan að leggja skóna snemma á hilluna. Það var ekki nóg með að hin fjórtán ára gamla Kolbrún María og hinn fimmtán ára gamli Ásmundur Múli hafi orðið bikarmeistarar með tveggja klukkutíma millibili því þau voru líka bæði kosin best í úrslitaleikjum sínum. Kolbrún María var með 18 stig, 15 fráköst, 4 varin skot og 4 stoðsendingar á 29 mínútum þegar 9. flokkur Stjörnunnar vann 60-37 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleiknum. Ásmundur Múli var með 24 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 25 mínútum þegar 10. flokkur Stjörnunnar vann 59-55 sigur á KR í bikarúrslitaleiknum. Kolbrún María varð síðan einnig bikarmeistari með 10. flokki kvenna daginn eftir og hafði auk þess fengið silfur í bikarkeppni stúlknaflokks á föstudagskvöldinu. Bikarmeistarar helgarinnar hjá KKÍ Meistaraflokkur karla: Stjarnan Meistaraflokkur kvenna: Haukar Unglingaflokkur karla: KR Drengjaflokkur: Fjölnir Stúlknaflokkur: Fjölnir 10. flokkur karla: Stjarnan 10. flokkur kvenna: Stjarnan 9. flokkur karla: Stjarnan 9. flokkur kvenna: Stjarnan
Bikarmeistarar helgarinnar hjá KKÍ Meistaraflokkur karla: Stjarnan Meistaraflokkur kvenna: Haukar Unglingaflokkur karla: KR Drengjaflokkur: Fjölnir Stúlknaflokkur: Fjölnir 10. flokkur karla: Stjarnan 10. flokkur kvenna: Stjarnan 9. flokkur karla: Stjarnan 9. flokkur kvenna: Stjarnan
Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira