„Gæti ekki gerst á verri tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 13:00 Elías Rafn Ólafsson missir af landsleikjunum við Finnland á laugardaginn og Spán í næstu viku en nær mögulega að spila í Þjóðadeildinni í júní. Getty/Alex Nicodim Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta. Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“ Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“
Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31
Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31
Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti