Gunnar Nelson keppti á umræddu bardagakvöldi þar sem hann vann öruggan sigur á Takashi Sato frá Japan.
Bardagi Gunnars og Satos var á milli bardaga hjá Liverpool-fólkinu Molly „Meatball“ McCann og Paddy Pimplett. Kvöldið var gott fyrir þau McCann og Pimplett sem unnu bæði sína bardaga. McCann sigraði Luönu Carolina með rothöggi í 3. lotu á meðan það tók Pimplett aðeins tæpar fjórar mínútur að vinna Kazula Vargas.
Eftir bardagana hittu þau McCann og Pimplett Rooney, einn frægasta son Liverpool-borgar, og það fór vel á með þeim.
Fyrr um daginn hafði Rooney stýrt Derby gegn Coventry City í ensku B-deildinni. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Derby er í erfiðri stöðu í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti.
Rooney þykir hafa gert góða hluti með Derby sem hefur lent í miklu mótlæti undanfarna mánuði og byrjaði tímabilið með 21 stig í mínus.