Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 07:01 Mayya Pigida er frá Úkraínu en hefur búið á Íslandi í 21 ár. bjarni einarsson Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. Mayya er frá Maríupól en hefur búið í 21 ár á Íslandi. Hún segir skelfilegt að horfa upp á stríðið í Úkraínu en hryllingurinn hefur hvergi verið meiri en í Maríupól. Þar hefur fólk verið innikróað frá upphafi innrásarinnar og sætt stöðugum loftrásum. Inni í rauða hringnum sést íbúðin hennar Mayyu í Maríupól. Í vikunni var sprengju varpað á íbúðina og er allt inni í henni gjöreyðilagt. Foreldrarnir leita skjóls í kjallaranum Sprengju var einnig varpað á íbúð foreldra hennar en Mayya hefur ekki heyrt frá þeim í sextán daga. „Ekkert. Ekkert. Ég vissi ekki neitt eða hvort þau væru á lífi eða ekki,“ segir Mayya Pigida. Í gær fékk hún upplýsingar frá þriðja manni um að foreldrar hennar séu á lífi og leiti skjóls í kjallara hússins. „Já það er rafmagnsleysi. Það er ekkert símasamband. Allir vita að það er ekkert vatn. Ekkert gas. Ekki neitt. Ég get ekki lýst þessu ástandi í Maríupól. Þetta er það versta sem getur gerst.“ Hún segir að ástandið sé verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir, þrátt fyrir fréttaflutning. Mayya ásamt fleiri úkraínskum konum hefur staðið fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu, en hún segir ótrúlegt að finna fyrir stuðningi. „Það var mjög frábær dagur. Þetta var ein milljón og 25 þúsund sem safnaðist í gær og ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja okkur.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Mayya er frá Maríupól en hefur búið í 21 ár á Íslandi. Hún segir skelfilegt að horfa upp á stríðið í Úkraínu en hryllingurinn hefur hvergi verið meiri en í Maríupól. Þar hefur fólk verið innikróað frá upphafi innrásarinnar og sætt stöðugum loftrásum. Inni í rauða hringnum sést íbúðin hennar Mayyu í Maríupól. Í vikunni var sprengju varpað á íbúðina og er allt inni í henni gjöreyðilagt. Foreldrarnir leita skjóls í kjallaranum Sprengju var einnig varpað á íbúð foreldra hennar en Mayya hefur ekki heyrt frá þeim í sextán daga. „Ekkert. Ekkert. Ég vissi ekki neitt eða hvort þau væru á lífi eða ekki,“ segir Mayya Pigida. Í gær fékk hún upplýsingar frá þriðja manni um að foreldrar hennar séu á lífi og leiti skjóls í kjallara hússins. „Já það er rafmagnsleysi. Það er ekkert símasamband. Allir vita að það er ekkert vatn. Ekkert gas. Ekki neitt. Ég get ekki lýst þessu ástandi í Maríupól. Þetta er það versta sem getur gerst.“ Hún segir að ástandið sé verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir, þrátt fyrir fréttaflutning. Mayya ásamt fleiri úkraínskum konum hefur staðið fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu, en hún segir ótrúlegt að finna fyrir stuðningi. „Það var mjög frábær dagur. Þetta var ein milljón og 25 þúsund sem safnaðist í gær og ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja okkur.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira