Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2022 16:30 Frá Murcia á Spáni. Javier Carrion / Getty Images Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar. Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira