Rodman „hermdi“ eftir Anníe Mist og Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 08:31 Trinity Rodman sést hér eftir fyrsta leikinn sinn með bandaríska landsliðinu. Getty/ Brad Smith Bandaríska knattspyrnukonan Trinity Rodman er á stuttum tíma orðin ein af stærstu knattspyrnustjörnum Bandaríkjamanna. Nú hefur hún gefið út barnabók. Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna. Fótbolti CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna.
Fótbolti CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira