Rodman „hermdi“ eftir Anníe Mist og Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 08:31 Trinity Rodman sést hér eftir fyrsta leikinn sinn með bandaríska landsliðinu. Getty/ Brad Smith Bandaríska knattspyrnukonan Trinity Rodman er á stuttum tíma orðin ein af stærstu knattspyrnustjörnum Bandaríkjamanna. Nú hefur hún gefið út barnabók. Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna. Fótbolti CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna.
Fótbolti CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira