Tíu leikmenn Everton unnu dramatískan sigur gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 21:50 Alex Iwobi skoraði markið mikilvæga fyrir Everton í kvöld. Stu Forster/Getty Images Everton vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira