Tíu leikmenn Everton unnu dramatískan sigur gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 21:50 Alex Iwobi skoraði markið mikilvæga fyrir Everton í kvöld. Stu Forster/Getty Images Everton vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira