Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2022 10:00 Mikið álag á EM hafði talsverð áhrif á Sigvalda Guðjónsson. getty/Sanjin Strukic Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi. „Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum. Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
„Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira