Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2022 10:00 Mikið álag á EM hafði talsverð áhrif á Sigvalda Guðjónsson. getty/Sanjin Strukic Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi. „Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum. Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira