Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2022 10:00 Mikið álag á EM hafði talsverð áhrif á Sigvalda Guðjónsson. getty/Sanjin Strukic Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi. „Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum. Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
„Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira