Paul Pogba: Versta martröð fjölskyldunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:01 Paul Pogba faðmar markmann sinn David de Gea í leik Manchester United á dögunum. Getty/Simon Stacpoole/ Brotist var inn í hús Manchester United leikmannsins Paul Pogba á meðan hann var að spila í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann lofar verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra seku. „Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
„Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira