Viðskipti innlent

Haukur Heiðar yfir til Borgar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Haukur Heiðar hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi.
Haukur Heiðar hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Borg Brugghús

Haukur Heiðar Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Haukur er mikill áfengissérfræðingur, hefur verið áberandi í íslenskri áfengismenningu og haldið úti umfjöllun um áfengi. 

Fram kemur í tilkynningu frá Borg að Haukur hafi meðal annars verið um tíma hjá KEX Hostel þar sem hann sá um opnun og rekstur á handverksbjórabarnum Mikkeller & Friends á Hverfisgötu 12 og kom að framkvæmd á stærstu bjórhátíð landsins í kring um sama félag. Þá hafi hann skrifað umtalsvert magn af dómum og fjallað um áfengi, mest um uppgang og þróun handverksbjóra.

Haukur hefur að undanförnu starfað hjá Isavia við hugbúnaðarþróun og rekstur kerfa en mun hjá Borg koma að ýmsum þáttum í rekstri brugghússins á borð við vörustjórnun og vinnu við samfélagsmiðla auk þess að taka þátt í þróun á vörum og stefnu. 

Haft er eftir Árna Long, bruggmeistara hjá Borg, í tilkynningunni að Haukur hafi mikla ástríðu fyrir verkefninu og yfirgripsmikla þekkingu á bjórmenningu, bæði hér heima og erlendis. Haukur segir sjálfur í tilkynningunni að Borg hafi verið leiðandi afl í íslenskri bjórgeðr á annan áratug og hafi íslenskt bjórlandslag dafnað töluvert á þeim tíma og skapað bjórsenu sem sé einstök í heiminum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×