Innlent

Bein útsending: „Stríð, mannréttindi og lýðræði“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vlad og móðir hans Natasha í flóttamannabúðum í Medyka, á landamærum Úkraínu og Póllands.
Vlad og móðir hans Natasha í flóttamannabúðum í Medyka, á landamærum Úkraínu og Póllands. AP/Petros Giannakouris

Félag stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni „Stríð, mannréttindi og lýðræði: Hvaða máli skiptir alþjóðasamvinna?“ í dag klukkan 12 í Öskju 132 í Háskóla Íslands.

Innrás Rússa í Úkraínu vekur upp spurningar um hlutverk lýðræðisríkja í að tryggja að staðinn sé vörður um grundvallargildi lýðræðis sem eru meðal annars þau að borgaraleg réttindi og mannréttindi eru tryggð og varin bæði gagnvart utanaðkomandi ógnum sem og ógnum innanlands. 

Jafnframt draga átökin fram mikilvægi alþjóðasamvinnu og samtakamáttar þegar kemur að því að standa vörð um grundvallargildi lýðræðis og mannréttindi. Fundurinn hefur fengið til sín góða gesti til að ræða þessi mikilvægu atriði bæði út frá sjónarhóli samvinnu í öryggis- og varnarmálum, hvernig mannréttindi eru tryggð og hverjir standa vörð um mannréttindi.

Gestir í pallborði verða þau Bjarni Bragi Kjartansson, alþjóðastjórnmálafræðingur, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild HÍ, Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri UNICEF á Ísland. Fundarstjóri er Sigríður Víðis Jónsdóttir, rithöfundur.

Streymið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×