Chelsea dregur beiðnina um að leika fyrir luktum dyrum til baka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2022 17:45 Chelsea hefur dregið beiðni sína um að leika fyrir luktum dyrum gegn Middlesbrough í átta liða úrslitum FA-bikarsins til baka. James Gill - Danehouse/Getty Images Fyrr í dag bárust fregnir af því að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi biðlað til enska knattspyrnusambandsins um að leikur liðsins gegn Middlesbrough í FA-bikarnum næstkomandi laugardag færi fram fyrir luktum dyrum. Félagið hefur nú dregið þá beiðni til baka. Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira