Sport

Þurfti að hætta keppni eftir að hafa orðið undir auglýsingaskilti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Geniets var mjög óheppinn þó ekki sé meira sagt.
Kevin Geniets var mjög óheppinn þó ekki sé meira sagt. Getty/Gonzalo Arroyo

Keppendur í Paris-Nice hjólreiðakeppninni þurftu að glíma við slæmar veðuraðstæður um helgina en rok og rigning settu sinn svið á keppnina. Veðrið sá líka alveg um að kippa einum keppenda út áður en keppnin fór af stað.

Kevin Geniets var þó eins óheppinn og hægt var að vera þegar hann var að gera sig kláran að leggja í dagleið laugardagsins.

Hann er lúxemborgski meistarinn og ætlaði sér eflaust að sýna sig og sanna í þessari hjólreiðakeppni sem er á milli frönsku borganna París og Nice á suðurströndinni.

Rétt áður en keppnin átti að hefjast þá varð hinn óheppni Kevin hins vegar undir auglýsingaskilti þannig að hann skall illa í malbikinu.

Geniets ætlaði að harka þetta af sér og reyna sig við þess 155,2 kílómetra dagleið en varð fljótlega að gefast upp vegna verkja.

Hér fyrir neðan má sjá þetta furðulega atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×