Xavi: Konurnar í Barcelona hafa sett viðmiðið fyrir karlaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 10:01 Alexia Putellas, fyrirliði kvennaliðs Barcelona, lyftir bikarnum en til hliðar er Xavi sem hefur hrósað kvennaliðinu mjög mikið. Samsett/AP Xavi Hernandez talar vel um kvennalið Barcelona sem um helgina tryggði sér spænska meistaratitilinn með því að vinna 5-0 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid. Barcelona hefur þegar tryggt sér titilinn og tekið við bikarnum þótt að liðið eigi enn eftir að spila sex leiki. Þetta er þriðja árið í röð sem Barca-stelpurnar verða meistarar og þær unnu líka Meistaradeildina á síðustu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þær hafa unnið alla 24 leiki sína á tímabilinu í spænsku deildinni og markatalan er 136-6. Nú hafa þær unnu 38 leiki í röð í öllum keppnum. Xavi, sem er þjálfari karlaliðsins, ræddi árangur og spilamennsku kvennaliðs félagsins á blaðamannafundi og hrósaði bæði fótboltanum sem liðið spilar en einnig hvernig þær eru áfram hungraðar í árangur þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðustu leiktíð. „Undanfarin ár hefur kvennaliðið okkur verið að sýna hvernig við eigum að gera þetta með því hvernig þær spila, hvernig þær keppa og með hungri sínum í árangur þrátt fyrir að vinna allt á síðasta ári,“ sagði Xavi. „Við höfum verið að fylgjast með þeim og það er undravert að sjá þær spila. Þeir eru að leiða félagið á sama hátt og Draumaliðið gerði á sínum tíma og liðið hans Pep [Guardiola] gerði seinna. Þær eru viðmiðið fyrir karlaliðið,“ sagði Xavi. Draumaliðið er nafnið á Barcelona-liðinu sem spilaði undir stjórn Johan Cruyff í byrjun tíunda áratugarins en það vann fjóra Spánarmeistaratitla í röð og fyrsta Evrópubikar félagsins. Undir stjórn Guardiola þá var Barcelona-liðið mjög sigursælt frá 2008 til 2012. Liðið vann þrjá Spánartitla, Meistaradeildina tvisvar sinnum og náði að vinna sex titla árið 2009. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Barcelona hefur þegar tryggt sér titilinn og tekið við bikarnum þótt að liðið eigi enn eftir að spila sex leiki. Þetta er þriðja árið í röð sem Barca-stelpurnar verða meistarar og þær unnu líka Meistaradeildina á síðustu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þær hafa unnið alla 24 leiki sína á tímabilinu í spænsku deildinni og markatalan er 136-6. Nú hafa þær unnu 38 leiki í röð í öllum keppnum. Xavi, sem er þjálfari karlaliðsins, ræddi árangur og spilamennsku kvennaliðs félagsins á blaðamannafundi og hrósaði bæði fótboltanum sem liðið spilar en einnig hvernig þær eru áfram hungraðar í árangur þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðustu leiktíð. „Undanfarin ár hefur kvennaliðið okkur verið að sýna hvernig við eigum að gera þetta með því hvernig þær spila, hvernig þær keppa og með hungri sínum í árangur þrátt fyrir að vinna allt á síðasta ári,“ sagði Xavi. „Við höfum verið að fylgjast með þeim og það er undravert að sjá þær spila. Þeir eru að leiða félagið á sama hátt og Draumaliðið gerði á sínum tíma og liðið hans Pep [Guardiola] gerði seinna. Þær eru viðmiðið fyrir karlaliðið,“ sagði Xavi. Draumaliðið er nafnið á Barcelona-liðinu sem spilaði undir stjórn Johan Cruyff í byrjun tíunda áratugarins en það vann fjóra Spánarmeistaratitla í röð og fyrsta Evrópubikar félagsins. Undir stjórn Guardiola þá var Barcelona-liðið mjög sigursælt frá 2008 til 2012. Liðið vann þrjá Spánartitla, Meistaradeildina tvisvar sinnum og náði að vinna sex titla árið 2009. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni)
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira