Bernardo Silva: Erum samt ennþá í betri stöðu en Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 08:30 Bernardo Silva gengur svekktur af velli eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti Crystal Palace í gærkvöldi. AP/Matt Dunham Manchester City leikmaðurinn Bernardo Silva sá það góða í stöðunni þrátt fyrir markalaust jafntefli liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira
City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira