Bernardo Silva: Erum samt ennþá í betri stöðu en Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 08:30 Bernardo Silva gengur svekktur af velli eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti Crystal Palace í gærkvöldi. AP/Matt Dunham Manchester City leikmaðurinn Bernardo Silva sá það góða í stöðunni þrátt fyrir markalaust jafntefli liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC. Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna Sjá meira
City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC.
Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti