Steph Curry grætti tíu ára stelpu tvisvar sinnum á fjórum dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:31 Steph Curry talar við þennan mikla aðdáanda sinn en hann bætti henni heldur betur upp fjarveru sína nokkrum dögum fyrr. Skjámynd/Instagram Hvíldardagur Curry kom mjög illa við ungan aðdáanda NBA-stórstjörnunnar en hann bætti henni þetta upp þegar hann mætti aftur í borgina þremur dögum síðar. Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022 NBA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022
NBA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira