Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:26 Óalgengt er að allir séu á eitt sáttir með framlag Íslands til Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins. Eurovision Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Sjá meira
Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins.
Eurovision Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Sjá meira