Helstu vendingar:
- Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum.
- Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag.
- Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun.
- Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni.
- Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna.