Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2022 18:47 Snorri Steinn Guðjónsson hvetur sína menn áfram. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. Þetta var fjórði stóri titilinn sem Valur vinnur undir stjórn Snorra og sá þriðji á síðustu níu mánuðum. Þeir hafa allir unnist á Ásvöllum. „Þetta er nú bara tilviljun að þetta sé hér á Ásvöllum en er fínt. En við skulum passa okkur að tala ekki um þetta sem sjálfsagt mál. Það er gríðarlega erfitt að vinna alla titla og þessi var svo sannarlega erfiður,“ sagði Snorri við Vísi eftir leik. „Ég er alveg svakalega glaður og stoltur af liðinu, hvernig við höndluðum þetta.“ Leikurinn var mjög jafn allan tímann og það var ekki fyrr en undir lokin sem Valsmenn sigu fram úr. „Það er kannski erfitt fyrir mig að segja núna, svona rétt eftir leik,“ sagði Snorri, aðspurður hvað hefði skilið á milli í dag. „Þetta var leikur sóknanna eins og tölurnar gefa til kynna. Ég var ekki ánægður með okkar varnarleik sem er ekki gott þar sem hann er okkar aðall. Við fundum aldrei taktinn í vörninni en skoruðum vel og voru gríðarlega einbeittir og beittir í sókninni,“ sagði Snorri. „Svo tók Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] 2-3 svakalega bolta undir lokin og það skildi á milli þegar uppi var staðið.“ Snorri segir styrkleikaleikamerki að Valsmenn hafi náð að klára leik þar sem þeir fundu sig ekki í vörninni. „Jú, KA setti okkur undir mikla pressu og voru betri en við í fyrri hálfleik og framan af seinni. Við vorum lengi að snúa þessu við. En kannski á hárréttum tímapunkti náðum við yfirhöndinni og þeir þurftu að fara í sjö á sex. Við lönduðum þessu en þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því,“ sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir „Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. 12. mars 2022 19:37 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Þetta er nú bara tilviljun að þetta sé hér á Ásvöllum en er fínt. En við skulum passa okkur að tala ekki um þetta sem sjálfsagt mál. Það er gríðarlega erfitt að vinna alla titla og þessi var svo sannarlega erfiður,“ sagði Snorri við Vísi eftir leik. „Ég er alveg svakalega glaður og stoltur af liðinu, hvernig við höndluðum þetta.“ Leikurinn var mjög jafn allan tímann og það var ekki fyrr en undir lokin sem Valsmenn sigu fram úr. „Það er kannski erfitt fyrir mig að segja núna, svona rétt eftir leik,“ sagði Snorri, aðspurður hvað hefði skilið á milli í dag. „Þetta var leikur sóknanna eins og tölurnar gefa til kynna. Ég var ekki ánægður með okkar varnarleik sem er ekki gott þar sem hann er okkar aðall. Við fundum aldrei taktinn í vörninni en skoruðum vel og voru gríðarlega einbeittir og beittir í sókninni,“ sagði Snorri. „Svo tók Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] 2-3 svakalega bolta undir lokin og það skildi á milli þegar uppi var staðið.“ Snorri segir styrkleikaleikamerki að Valsmenn hafi náð að klára leik þar sem þeir fundu sig ekki í vörninni. „Jú, KA setti okkur undir mikla pressu og voru betri en við í fyrri hálfleik og framan af seinni. Við vorum lengi að snúa þessu við. En kannski á hárréttum tímapunkti náðum við yfirhöndinni og þeir þurftu að fara í sjö á sex. Við lönduðum þessu en þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því,“ sagði Snorri að lokum.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir „Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. 12. mars 2022 19:37 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. 12. mars 2022 19:37
„Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35