Að Hlíðarenda vann Valur stórsigur á Þór/KA. Ída Marín Hermannsdóttir hlóð í þrennu en einnig voru Elín Metta Jensen (2), Ásdís Karen Halldórsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir á skotskónum í 7-0 sigri Vals.
Valur með fullt hús stiga á toppi riðils 2 í A-deildinni og markatöluna 22-0 í fjórum leikjum.
Í Miðgarði í Garðarbæ vann Stjarnan 2-1 sigur á ÍBV í hörkuleik þar sem Gyða Kristín Gunnarsdóttir gerði bæði mörk Stjörnunnar en Júlíana Sveinsdóttir skoraði mark Eyjakvenna úr vítaspyrnu.
Á Selfossi unnu heimakonur 1-0 sigur á Tindastól þar sem Brenna Lovera gerði eina mark leiksins.