Nýtt ár, nýir tímar Sabina Westerholm skrifar 11. mars 2022 17:30 Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Norðurlandaráð Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun