Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 13:55 Um tveir þriðju af þeim sem sótt hafa um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum. Vísir/Egill Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01