Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2022 13:49 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Vísir/Baldur hrafnkell Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00
Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33