Liverpool og Newcastle fá mánaðarverðlaunin í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2022 14:31 Joel Matip fagnar með félögum sínum í Liverpool liðinu. AP/Alastair Grant Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United, var í dag valinn knattspyrnustjóri febrúar í ensku úrvalsdeildinni og besti leikmaðurinn var valinn Joel Matip, miðvörður Liverpool. Kamerúnmaðurinn Matip er að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið en þetta er í fjórða skiptið sem Eddie Howe er knattspyrnustjóri mánaðarins. Hin skiptin vann hann þessi verðlaun sem stjóri Bournemouth. 3 Wins1 Draw Undefeated in February Eddie Howe is your @barclaysfooty Manager of the Month #PLAwards pic.twitter.com/wr8rhSrCOI— Premier League (@premierleague) March 11, 2022 Undir stjórn Eddie Howe þá tapaði Newcastle United ekki leik í febrúar en liðið vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli. Í mánuðinum komst Newcastle líka upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í september og fór alla leið upp í fjórtánda sæti deildarinnar. Aðrir stjórar sem komu til grein sem stjóri mánaðarins í febrúar voru þeir Mikel Arteta, Ralph Hasenhuttl og Jürgen Klopp. Making an impact at both ends of the pitch Joel Matip is the @easportsfifa Player of the Month for February #PLAwards pic.twitter.com/zkTr2qbTu4— Premier League (@premierleague) March 11, 2022 Joel Matip lék allar mínútur í boði hjá Liverpool í mánuðinum þar sem liðinu tókst að minnka forskot Manchester City á toppnum. Matip hjálpaði við að halda hreinu í þremur leikjum en Liverpool vörnin fékk aðeins á sig eitt mark í febrúar. Matip lagði líka upp mark fyrir Diogo Jota í sigri á Leicester City og skoraði síðan eftirminnilegt mark í 6-0 stórsigrinum á Leeds. Fimm aðrir komu til greina sem besti leikmaður mánaðarins eða þeir Che Adams, Ryan Fraser, Harry Kane, Ben Mee og Wilfried Zaha. Besti leikmenn mánaðarins á leiktíðinni: Ágúst: Michail Antonio (West Ham) September: Cristiano Ronaldo (Manchester United) Október: Mohamed Salah (Liverpool) Nóvember: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Desember: Raheem Sterling (Manchester City) Janúar: David De Gea (Manchester United) Febrúar: Joel Matip (Liverpool) - Bestu knattspyrnustjórar mánaðarins á leiktíðinni: Ágúst: Nuno Espirito Santo (Tottenham) September: Mikel Arteta (Arsenal) Október: Thomas Tuchel (Chelsea) Nóvember: Pep Guardiola (Manchester City) Desember: Pep Guardiola (Manchester City) Janúar: Bruno Lage (Wolves) Febrúar: Eddie Howe (Newcastle) Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Kamerúnmaðurinn Matip er að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið en þetta er í fjórða skiptið sem Eddie Howe er knattspyrnustjóri mánaðarins. Hin skiptin vann hann þessi verðlaun sem stjóri Bournemouth. 3 Wins1 Draw Undefeated in February Eddie Howe is your @barclaysfooty Manager of the Month #PLAwards pic.twitter.com/wr8rhSrCOI— Premier League (@premierleague) March 11, 2022 Undir stjórn Eddie Howe þá tapaði Newcastle United ekki leik í febrúar en liðið vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli. Í mánuðinum komst Newcastle líka upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í september og fór alla leið upp í fjórtánda sæti deildarinnar. Aðrir stjórar sem komu til grein sem stjóri mánaðarins í febrúar voru þeir Mikel Arteta, Ralph Hasenhuttl og Jürgen Klopp. Making an impact at both ends of the pitch Joel Matip is the @easportsfifa Player of the Month for February #PLAwards pic.twitter.com/zkTr2qbTu4— Premier League (@premierleague) March 11, 2022 Joel Matip lék allar mínútur í boði hjá Liverpool í mánuðinum þar sem liðinu tókst að minnka forskot Manchester City á toppnum. Matip hjálpaði við að halda hreinu í þremur leikjum en Liverpool vörnin fékk aðeins á sig eitt mark í febrúar. Matip lagði líka upp mark fyrir Diogo Jota í sigri á Leicester City og skoraði síðan eftirminnilegt mark í 6-0 stórsigrinum á Leeds. Fimm aðrir komu til greina sem besti leikmaður mánaðarins eða þeir Che Adams, Ryan Fraser, Harry Kane, Ben Mee og Wilfried Zaha. Besti leikmenn mánaðarins á leiktíðinni: Ágúst: Michail Antonio (West Ham) September: Cristiano Ronaldo (Manchester United) Október: Mohamed Salah (Liverpool) Nóvember: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Desember: Raheem Sterling (Manchester City) Janúar: David De Gea (Manchester United) Febrúar: Joel Matip (Liverpool) - Bestu knattspyrnustjórar mánaðarins á leiktíðinni: Ágúst: Nuno Espirito Santo (Tottenham) September: Mikel Arteta (Arsenal) Október: Thomas Tuchel (Chelsea) Nóvember: Pep Guardiola (Manchester City) Desember: Pep Guardiola (Manchester City) Janúar: Bruno Lage (Wolves) Febrúar: Eddie Howe (Newcastle)
Besti leikmenn mánaðarins á leiktíðinni: Ágúst: Michail Antonio (West Ham) September: Cristiano Ronaldo (Manchester United) Október: Mohamed Salah (Liverpool) Nóvember: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Desember: Raheem Sterling (Manchester City) Janúar: David De Gea (Manchester United) Febrúar: Joel Matip (Liverpool) - Bestu knattspyrnustjórar mánaðarins á leiktíðinni: Ágúst: Nuno Espirito Santo (Tottenham) September: Mikel Arteta (Arsenal) Október: Thomas Tuchel (Chelsea) Nóvember: Pep Guardiola (Manchester City) Desember: Pep Guardiola (Manchester City) Janúar: Bruno Lage (Wolves) Febrúar: Eddie Howe (Newcastle)
Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira