Pari Stave nýr forstöðumaður Skaftfells Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2022 08:25 Pari Stave starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York Skaftfell Stjórn Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands, tilkynnti í gær að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí næst komandi en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari þekkir vel til Íslands og hefur komið hingað í margar ferðir og unnið að sýningum íslenskra listamanna, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett í New York undan farið en í auglýsingunni fyrir starfið hjá Skaftfelli var sett það skilyrði að nýr forstöðumaður yrði búsettur á Seyðisfirði. Pari starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). „Pari er menntaður listfræðingur og sýningarstjóri og hefur komið að fjölda sýninga þeirra á meðal Ragnar Kjartansson: Death is Elsewhere sem hún vann í samvinnu með Jennifer Farrel og var fyrst sýnd í Metropolitan 2019. Hún sýningarstýrði Other Hats: Icelandic Printmaking ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur fyrir Print Center í New Yourk og var síðar sýnd á Listasafni Íslands 2018. Árið 2017 skipulagði hún og skrifaði sýningarskrá fyrir sýninguna Hverfing|Shapeshifting í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hjá ASF stýrði hún ásamt Patriciu C. Berman sýningunni Munch|Warhol and the Multiple Image sem ferðaðist til Ankara árið 2013 í tilefni af fyrstu heimsókn konungshjóna Noregs til Tyrklands. Hún starfaði auk þess með Timothy Person við sýninguna New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School. Árið 2013 sýningarstýrði hún samsýningunni Iceland: Artists Respond to Place á Katonah Listasafninu í New York.“ Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. Menning Myndlist Múlaþing Vistaskipti Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí næst komandi en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari þekkir vel til Íslands og hefur komið hingað í margar ferðir og unnið að sýningum íslenskra listamanna, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett í New York undan farið en í auglýsingunni fyrir starfið hjá Skaftfelli var sett það skilyrði að nýr forstöðumaður yrði búsettur á Seyðisfirði. Pari starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). „Pari er menntaður listfræðingur og sýningarstjóri og hefur komið að fjölda sýninga þeirra á meðal Ragnar Kjartansson: Death is Elsewhere sem hún vann í samvinnu með Jennifer Farrel og var fyrst sýnd í Metropolitan 2019. Hún sýningarstýrði Other Hats: Icelandic Printmaking ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur fyrir Print Center í New Yourk og var síðar sýnd á Listasafni Íslands 2018. Árið 2017 skipulagði hún og skrifaði sýningarskrá fyrir sýninguna Hverfing|Shapeshifting í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hjá ASF stýrði hún ásamt Patriciu C. Berman sýningunni Munch|Warhol and the Multiple Image sem ferðaðist til Ankara árið 2013 í tilefni af fyrstu heimsókn konungshjóna Noregs til Tyrklands. Hún starfaði auk þess með Timothy Person við sýninguna New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School. Árið 2013 sýningarstýrði hún samsýningunni Iceland: Artists Respond to Place á Katonah Listasafninu í New York.“ Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum.
Menning Myndlist Múlaþing Vistaskipti Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira