Kláraði á spretti og slapp aftur við að vakna snemma Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 12:00 James Walton, kylfusveinn Ians Poulter, heldur á regnhlífinni fyrir hann á fyrsta hringnum á The Players í Flórída í gær. Getty/Jared C. Tilton Englendingurinn Ian Poulter virtist ekki hafa neinn áhuga á því að þurfa að vakna snemma í dag til að slá örfá högg á The Players risamótinu í golfi. Þess vegna lauk þessi 46 ára kylfingur leik í gær á harðaspretti. Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira