Fyrsti dagurinn á Players-meistaramótinu kláraðist ekki þökk sé veðurguðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2022 08:00 Tommy Fleetwood slær úr sandinum á The Players Championship í gær. AP/Lynne Sladky Tommy Fleetwood og Tom Hoge eru efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á Players-meistaramótinu en það var þó þrumuveður sem réði ríkjum á þessum fyrsta degi. Fleetwood og Hoge kláruðu báðir hringinn á sex höggum undir pari en það eiga mjög margir kylfingar eftir að klára fyrsta hringinn. Round 1 @THEPLAYERSChamp was suspended at 11 a.m. ET due to dangerous weather in the area.More at the Weather Hub presented by @Travelers. — PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Eftir níu fullkomnar vikur á golfmótum á Flórída tóku veðurguðirnir sig til og settu mikinn svip á stærsta mótinu. Fyrst þurfti að byrja klukkutíma seinna en planað var og svo varð að gera aðra fjögurra tíma seinkun. Þetta þýddi að fjölmargir kylfingar komust ekki af stað fyrir myrkur og þeir Rory McIlroy og Justin Thomas náðu bara að klára tvær holur. Justin Rose fékk fugla á fyrstu tveimur holunum en komst ekki lengra áður en keppni var hætt. Fleetwood var með sjö fugla og einn skolla á hringnum en hann fékk fugl á bæði sextándu og átjándu. Hoge náði einum erni og þremur fuglum á fyrstu níu en lék síðan seinni níu bara á einu undir pari. .@TommyFleetwood1 is out front. He leads by 1 @THEPLAYERSChamp. pic.twitter.com/95dqVW9KUo— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Jafnir í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari eru síðan þeir Kramer Hickok, Joaquin Niemann, Keith Mitchell og Anirban Lahiri. Það eru liðin tvö ár síðan Tommy Fleetwood fagnaði sigri á PGA-móti og því verður fróðlega að fylgjast með honum í framhaldinu. Tom Hoge er sjóðheitur eftir sigurinn á Pebble Beach í síðasta mánuði sem var hans fyrsti sigur á PGA-móti. Slæmu fréttirnar eru að það er vona að frekara þrumuveðri í dag og því gæti orðið erfitt að klára alla hringina fjóra um helgina. Keppni gæti því dregið langt inn á mánudaginn með sama áframhaldi. Leaderboard when play was suspended:T1. @TommyFleetwood1 -6T1. @HogeGolf T3. @KramerHickok -5T3. @JoacoNiemann T3. @K_M_Mitchell T3. @AnirbanGolf T7. @HarmanBrian -4T7. @SamBurns66 T7. @Abraham_Ancer T7. @TaylorPendrith (*16)T11. Eight players tied -3— PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2022 Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fleetwood og Hoge kláruðu báðir hringinn á sex höggum undir pari en það eiga mjög margir kylfingar eftir að klára fyrsta hringinn. Round 1 @THEPLAYERSChamp was suspended at 11 a.m. ET due to dangerous weather in the area.More at the Weather Hub presented by @Travelers. — PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Eftir níu fullkomnar vikur á golfmótum á Flórída tóku veðurguðirnir sig til og settu mikinn svip á stærsta mótinu. Fyrst þurfti að byrja klukkutíma seinna en planað var og svo varð að gera aðra fjögurra tíma seinkun. Þetta þýddi að fjölmargir kylfingar komust ekki af stað fyrir myrkur og þeir Rory McIlroy og Justin Thomas náðu bara að klára tvær holur. Justin Rose fékk fugla á fyrstu tveimur holunum en komst ekki lengra áður en keppni var hætt. Fleetwood var með sjö fugla og einn skolla á hringnum en hann fékk fugl á bæði sextándu og átjándu. Hoge náði einum erni og þremur fuglum á fyrstu níu en lék síðan seinni níu bara á einu undir pari. .@TommyFleetwood1 is out front. He leads by 1 @THEPLAYERSChamp. pic.twitter.com/95dqVW9KUo— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Jafnir í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari eru síðan þeir Kramer Hickok, Joaquin Niemann, Keith Mitchell og Anirban Lahiri. Það eru liðin tvö ár síðan Tommy Fleetwood fagnaði sigri á PGA-móti og því verður fróðlega að fylgjast með honum í framhaldinu. Tom Hoge er sjóðheitur eftir sigurinn á Pebble Beach í síðasta mánuði sem var hans fyrsti sigur á PGA-móti. Slæmu fréttirnar eru að það er vona að frekara þrumuveðri í dag og því gæti orðið erfitt að klára alla hringina fjóra um helgina. Keppni gæti því dregið langt inn á mánudaginn með sama áframhaldi. Leaderboard when play was suspended:T1. @TommyFleetwood1 -6T1. @HogeGolf T3. @KramerHickok -5T3. @JoacoNiemann T3. @K_M_Mitchell T3. @AnirbanGolf T7. @HarmanBrian -4T7. @SamBurns66 T7. @Abraham_Ancer T7. @TaylorPendrith (*16)T11. Eight players tied -3— PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2022
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira