Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2022 23:55 Úkraínskir hermenn og flóttafólk á ferðinni nærri Kænugarði. AP/Efrem Lukatsky Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana. Þrátt fyrir að rússneski herinn hafi varið nokkrum dögum í endurskipulagningu og birgðadreifingu norður af Kænugarði, stöðvuðu Úkraínumenn sóknir þeirra á síðustu dögum og segir ISW það til marks um að raunveruleg geta heraflans á svæðinu sé minni en fjöldi hermanna gefi í skyn. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa valdið rússneskri skriðdreka-herdeild miklum skaða austur af Kænugarði í dag. Hér má sjá myndefni frá Radio Free Europe sem á að hafa verið tekið eftir að Úkraínumenn sigruðu herdeildina sem nefnd er hér að ofan. Svipaða sögu er að segja af sóknum Rússa að Tsjernihív og Súmí, samkvæmt ISW, og gengur þeim lítið að sækja fram þar. Rússum hefur heldur ekki tekist að sækja fram hjá Míkolaív í suðurhluta-Úkraínu og ná fótfestu á vesturbakka árinnar sem borgin stendur við. ISW telur þó að Rússar geti gert öflugar sóknir í Suður- og Austur-Úkraínu á komandi dögum en óljóst sé hvort það geti skilað miklum árangri, sé mið tekið af frammistöðu rússneska hersins hingað til. Ennfremur segir í greiningu hugveitunnar að flugher og loftvarnir Úkraínumanna hafi komið verulega niður á fremstu sveitum Rússa. Flugher Rússland geti ekki stutt þær og því séu þær viðkvæmar gagnvart loftárásum og stórskotaliðsárásum Úkraínumanna. The likelihood is increasing that #Ukrainian forces could fight to a standstill the #Russian ground forces attempting to encircle and take #Kyiv. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats https://t.co/wD6Mq7Lhj3 pic.twitter.com/bfBpmtBszg— ISW (@TheStudyofWar) March 10, 2022 Embættismenn í Bandaríkjunum sögðu blaðamönnum í kvöld að enn sem komið er hefðu Rússar ekki gert tilraunir til að stöðva vopnasendingar til Úkraínumanna. Þær eru margar og virðist hafa fjölgað. Ekki er búist við því að Rússar láti þær sig engu varða til lengdar. Sjá enga lausn Þá segjast embættismenn beggja vegna við Atlantshafið ekki sjá fyrir endann á átökunum í Úkraínu. Þetta sögðu þeir í samtali við Washington Post og eru langvarandi átök talin það líklegasta í stöðunni. Þeim munu fylgja tilheyrandi eyðilegging og dauðsföll en Rússar sitja nú um nokkrar borgir Úkraínu og eru sagðir gera linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á þær. Hér að neðan má sjá annað myndband sem Radio Free Europe birti í kvöld. Það sýnir úkraínska hermenn gera gagnárás gegn Rússum norður af Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30 Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21 Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þrátt fyrir að rússneski herinn hafi varið nokkrum dögum í endurskipulagningu og birgðadreifingu norður af Kænugarði, stöðvuðu Úkraínumenn sóknir þeirra á síðustu dögum og segir ISW það til marks um að raunveruleg geta heraflans á svæðinu sé minni en fjöldi hermanna gefi í skyn. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa valdið rússneskri skriðdreka-herdeild miklum skaða austur af Kænugarði í dag. Hér má sjá myndefni frá Radio Free Europe sem á að hafa verið tekið eftir að Úkraínumenn sigruðu herdeildina sem nefnd er hér að ofan. Svipaða sögu er að segja af sóknum Rússa að Tsjernihív og Súmí, samkvæmt ISW, og gengur þeim lítið að sækja fram þar. Rússum hefur heldur ekki tekist að sækja fram hjá Míkolaív í suðurhluta-Úkraínu og ná fótfestu á vesturbakka árinnar sem borgin stendur við. ISW telur þó að Rússar geti gert öflugar sóknir í Suður- og Austur-Úkraínu á komandi dögum en óljóst sé hvort það geti skilað miklum árangri, sé mið tekið af frammistöðu rússneska hersins hingað til. Ennfremur segir í greiningu hugveitunnar að flugher og loftvarnir Úkraínumanna hafi komið verulega niður á fremstu sveitum Rússa. Flugher Rússland geti ekki stutt þær og því séu þær viðkvæmar gagnvart loftárásum og stórskotaliðsárásum Úkraínumanna. The likelihood is increasing that #Ukrainian forces could fight to a standstill the #Russian ground forces attempting to encircle and take #Kyiv. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats https://t.co/wD6Mq7Lhj3 pic.twitter.com/bfBpmtBszg— ISW (@TheStudyofWar) March 10, 2022 Embættismenn í Bandaríkjunum sögðu blaðamönnum í kvöld að enn sem komið er hefðu Rússar ekki gert tilraunir til að stöðva vopnasendingar til Úkraínumanna. Þær eru margar og virðist hafa fjölgað. Ekki er búist við því að Rússar láti þær sig engu varða til lengdar. Sjá enga lausn Þá segjast embættismenn beggja vegna við Atlantshafið ekki sjá fyrir endann á átökunum í Úkraínu. Þetta sögðu þeir í samtali við Washington Post og eru langvarandi átök talin það líklegasta í stöðunni. Þeim munu fylgja tilheyrandi eyðilegging og dauðsföll en Rússar sitja nú um nokkrar borgir Úkraínu og eru sagðir gera linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á þær. Hér að neðan má sjá annað myndband sem Radio Free Europe birti í kvöld. Það sýnir úkraínska hermenn gera gagnárás gegn Rússum norður af Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30 Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21 Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30
Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48