Stjórnmálamenn í vinnu fyrir norska sjókvíaeldið Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 11. mars 2022 07:01 Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar