Stúdentalýðræðið á stríðstímum Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 10. mars 2022 08:01 Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta).
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar