„Sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 14:01 Nikita Mazepin er ekki lengur Formúlu 1 ökumaður og fyrirtæki pabba hans, Uralkali, er ekki lengur á klæðnaði eða bílum Haas-liðsins. Getty/Mark Thompson Rússneski ökuþórinn Nikita Mazepin segist fyrst hafa heyrt af því í fjölmiðlum að hann hefði verið rekinn frá bandaríska Formúlu 1-liðinu Haas á dögunum. Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar. Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar.
Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira