Marcus Rashford sagður dottinn úr enska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 16:00 Marcus Rashford er í miklum mótvindi þessi misserin. Getty/Matthew Ashton Manchester United-framherjinn Marcus Rashford verður ekki í næsta enska landsliðshóp ef marka má upplýsingar sem hafa lekið í fjölmiðla. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira