Hver er að tala um heiðarleika? Guðmundur Ragnarsson skrifar 8. mars 2022 15:01 Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar